Hlaðvarpið
98. Harpa Guðmundsdóttir
- Autor: Vários
- Narrador: Vários
- Editor: Podcast
- Duración: 0:32:07
- Mas informaciones
Informações:
Sinopsis
Það var mér sönn ánægja og mikill heiður að fá að spjalla í stutta stund við kjarnakonuna og frumkvöðulinn Hörpu Guðmundsdóttur núna í júli. Harpa sem er iðjuþjálfi tók þátt í því að stofan Vesturafl sem er "geðræktar og virknimiðstöð fyrir fólk sem vegna sjúkdóma, veikinda og/eða annarra tímabundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið eins virkan þátt í samfélaginu og það óskar. Í Vesturafli er boðið uppá fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins. Í miðstöðinni er starfandi iðjuþjálfi sem aðstoðar fólk við að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim" Harpa segir okkur frá tilkomu Vesturafls, hvernig rekstrinum er háttað ásamt því hvernig það er að búa á Ísafirði. Skemmtilegt viðtal við konu sem svo sannarlega lætur ekki sitt eftir liggja og lætur hendur standa fram úr ermum í öllu sem hún fæst við.